Sendingarupplýsingar

Opnunartími söludeildar:  Mánudaga - föstudaga 08:00 - 16:00

  • Almennar pantanir fyrir SS sem berast fyrir kl.16 mánudaga til fimmtudaga fyrir höfuðborgarsvæðið berast næsta virka dag. Pantanir sem berast fyrir kl 14 á föstudögum berast næsta virka dag.
  • Almennar pantanir fyrir Hollt & Gott þurfa berast fyrir kl. 12 mánudag – föstudag, og berast næsta virka dag. 
  • Almennar pantanir fyrir Holta þurfa berast fyrir kl. 10 mánudag – föstudag, og berast næsta virka dag.

- Þetta á við höfuðborgarsvæðið, Suðurnes, Akranes, Borgarnes, Hveragerði og Selfoss.

Ath. pöntun á föstudegi berst á mánudegi.    

Allar vörur eru fluttar með Flytjanda nema til fyrirtækja í nágrenni Hvolsvallar en þar sér sendibíll SS um dreifingu.

Sérvörur geta tekið lengri tíma gott er að hafa samband við söludeild sé þörf á nákvæmari tímasettningu.

Flutningur til viðskiptavina er þeim að kostnaðarlausu sé verslaði fyrir 15.000 + vsk eða meira hjá hverju fyrirtæki fyrir sig (Hollt & Gott, Holta og SS). 3500 kr sendingargjald + vsk leggst ofan á pantanir undir 15.000 kr, sendingargjald getur því verið að hámarki 10.500 kr (3.500 + 3.500 + 3.500 kr) ef pantað er hjá Hollt & Gott, Holta og SS.

Vörur utan höfuðborgarsvæðis eru sendar með Flytjanda og hvetjum við fólk til að kynna sér áætlun fyrir viðkomandi svæði á: http://www.eimskip.is/thjonusta/innanlands/flytjandi/ferdaaaetlun

Gallaðar vörur og frávik í afgreiðslu skulu endursendar í samráði við söludeild. Kredit reikningur er gerður eftir að vara er komin aftur í hús og hefur verið yfirfarin.